Merktar vörur

Merktar vörur er lítið fjölskyldufyrirtæki, rekið af okkur hjónum Höllu Vilborgu og Elíasi með dyggri aðstoð barnanna okkar, þeim Lilju Maren og Jóni Breka. Enn sem komið er rekum við fyrirtækið eingöngu sem netverslun og er skrifstofan okkar því staðsett heima hjá okkur í Grafarvoginum. Hjá Merktum vörum bjóðum við upp á allskyns gjafavöru og fatnað með sérmerkingu að þínu vali. Við verslum allar okkar vörur í Evrópu og merkjum sjálf hér heima.

Merktar vörur