Puha Design

Puha design er samstarfsverkefni hjónanna Guðnýjar og Róberts.
Veggmyndir, púðar og ýmislegt fleira, útbúum gjafir eftir þínum séróskum.
Við leggjum áherslu á að vandaðar vörur, sem við bæði hönnum og búum sjálf til.

Við erum með hin sívinsælu nafnafréttablöð, sem eru sérstaklega hentug gjöf, við öll tilefni, auk þess sem margir hafa nýtt þau sem skreytingu á veisluborð.
Myndirnar okkar eru teiknaðar af okkur og höfum við sótt okkur efnivið í hinar ýmsu byggingar, fugla, fjöll og allskyns íslenska matvöru og sælgæti.

Þar fyrir utan gerum við mikið af sérmerktum og sérútbúnum vörum, sem eru sérstaklega hentugar til gjafa.
Einnig útbúum við kökutoppa og aðrar skemmtilegar skreytingar fyrir veislur, boðskort og ýmislegt fleira.

Puha Design