
Silja Hendriks
Vörurnar má m.a. nálgast í Litlu Hönnunar Búðinni.
Hönnuður: Silja Hendriks, f.1987 í Rvík. Listamaður með BSc og MA í digital effects.
Mestur innblástur verkanna kemur úr íslenskum menningararfi og flóru landsins.
Myndirnar mínar eru sem stendur eftirprent af svarthvítum pennateikningum sem ég geri af lággróðri. Sérpantanir sendist í skilaboðum á samfélagsmiðlum eða á siljahendriks@gmail.com.
Skartgripirnir eru handsmíðað víravirki með aldagamalli aðferð úr sterling silfri og stundum zirkonia steinum. Hver gripur er einstakur og sérunninn svo þeir eru ekki endilega allir nákvæmlega eins og á myndunum. Endurvinnsla kemur líka að einstaka skarti, þar sem einmana hlutir sem týnst hafa úr gömlum þjóðbúningum fá nýtt líf.
