Unlabel.is

Mín Leið Upp

Mín Leið Upp er samfélagsvettvangur sem hefur það að markmiði að hjálpa einstaklingum 16 ára og eldri sem af ólíkum ástæðum eru utan vinnumarkaðar. Að vaxa og vinna í átt að draumum sínum. Við gerum það með því að halda úti þessum samfélags vettvangi, auka aðgengi að ýmissi þjónustu, fræðslu og námskeiðum sem miða að því að styrkja og efla einstaklinga 16 ára og eldri. Partur af því að vera stuðningur við einstaklinga 16 ára og eldri er Hvatningasjóðurinn. Sjóðurinn er eitt af úrræðum okkar og er fyrsta úthlutun þann 21. Apríl 2022. Til þess að safna fjármagni í sjóðinn mun ágóði af sölu einstakra vara renna í hann. Það gerir okkur kleift að aðstoða einn eða fleiri við t.d. skólagjöld og námskeið, eða til kaupa á aðföngum. Einnig tökum við fagnandi á móti öllum styrkjum í formi fjármagns eða aðfanga, til dæmis tölvubúnaði, skriffærum eða bókum eða öðru sem nýtist umsækjendum til sóknar á námi eða annarri starfseflingu. Einnig vinnum við hörðum höndum að Tómstundakistunni.Tómstundakistan verður vettvangur þar sem aðgengi að tómstundum (hefðbundnum sem og óhefðbundnum) verður auðveldara á landsvísu sem og aðgengi að fræðslu og námskeiðum.

facebook.png
instagram.png
pinterest.png
twitter.png